Landsvirkjun 50 ára

Segment

Orkuvinnsla í hálfa öld

Þann 1. júlí árið 1965 var markað nýtt upphaf í orkuvinnslu á Íslandi með stofnun Landsvirkjunar. Á 50 ára afmælisári fyrirtækisins horfum við til framtíðar og bjóðum þjóðinni til opinnar umræðu um framtíð Íslands og íslenskrar orku.

Á 50 árum hefur Landsvirkjun framleitt jafn mikla orku og myndi fást með því að brenna 68.520.783.948 lítrum af bensíni.Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem vinnur nánast allt sitt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Frá stofnun Landsvirkjunar árið 1965 hefur fyrirtækið reist 14 vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur. Á þeirri hálfu öld sem liðin er hafa Íslendingar eignast eitt öruggasta raforkukerfi heims.

Landsvirkjun er leiðandi á sviði á rannsókna og þróunar á sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Við stuðlum að þekkingu, nýsköpun og tækniþróun í samvinnu við háskóla og rannsóknarstofnanir og leitum sífellt að nýjum og óhefðbundnum leiðum til að ná árangri.

Taktu þátt í að móta framtíðina með okkur!

Opin fundaröð

Segment

Samtal á afmælisári

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hjá okkur starfar stór hópur sérfræðinga og saman stefnum við að því að verða í fremstu röð á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Í tilefni af 50 ára afmæli mun Landsvirkjun standa fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land með gagnsærri og faglegri umræðu um málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Segment

50 árum áður

Fyrir 50 árum leit Ísland öðruvísi út. Efnahagur landsins sveiflaðist eftir því hvort síldin var að koma eða fara og í ört stækkandi Reykjavík þurfti að skammta orku á einstökum tímum.

Nýtt orkufyrirtæki átti að reisa raforkuver sem myndi sjá almennum markaði fyrir traustri orku og styrkja stoðir efnahagslífsins.

Búrfellsstöð var fyrsta stórframkvæmd Landsvirkjunar og stærsta framkvæmd Íslandssögunnar á þeim tíma. Þeim sem að henni komu biðu mörg úrlausnarefni við að beisla orkuna í ánum.

1965

Ósoðnar kartöflur

Svangir húsbændur bíða af sér rafmagnsleysið.

Búrfell
Fyrsta stórframkvæmdin
01:33
Segment

Saga Landsvirkjunar

Kynntu þér sögu Landsvirkjunar og orkunýtingar á Íslandi.

Opna tímaás