Segment

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hjá okkur starfar stór hópur sérfræðinga og saman stefnum við að því að verða í fremstu röð á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Í tilefni af 50 ára afmæli mun Landsvirkjun standa fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land með gagnsærri og faglegri umræðu um málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Landsvirkjun býður til opins fundar á morgun 22. maí kl. 8.30 í Silfurbergi Hörpu um framtíðaráhrif loftslagsbreytinga og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra. 

Allir velkomnir!

Upptaka af fundinum

Horfa

Segment

Dagskrá:

Áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra

Hvernig vinnur Landsvirkjun gegn loftslagsbreytingum?
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland
Halldór Björnsson, veður og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands

Ábyrgð, samstaða og samstarf um lausn vandans
Halldór Þorgeirsson, forstöðum. stefnumörkunar hjá skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar

Pallborðsumræður
Þáttakendur eru Halldór Björnsson, Halldór Þorgeirsson, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan, Hólmfríður Sigurðsdóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Hugi Ólafsson skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Fundarstjóri er Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum