Segment

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hjá okkur starfar stór hópur sérfræðinga og saman stefnum við að því að verða í fremstu röð á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Í tilefni af 50 ára afmæli mun Landsvirkjun standa fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land með gagnsærri og faglegri umræðu um málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Gagnaversiðnaðurinn er ein þeirra atvinnugreina sem hafa sýnt Íslandi aukinn áhuga síðustu ár. Landsvirkjun býður til opins fundar þann 5. júní frá kl. 8.30-10.30 á Grand Hótel Reykjavík um hvað stýri vali erlendra aðila við staðsetningu gagnavera.

Allir velkomnir!

Upptaka af fundinum

Horfa

Segment

Dagskrá:

Setning fundar

Hvað skiptir máli við val á staðsetningu gagnavera?
Phil Schneider, forseti Site Selector’s Guild

Spurningar og svör

Pallborðsumræður -hverjar eru þarfir gagnaversiðnaðarins?

Phil Schneider, Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri hjá PwC, Guðbrandur R. Sigurðsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Opnum kerfum, Örn Orrason, yfirmaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Farice. Fundarstjóri er Elínrós Líndal, viðskiptastjóri Samtaka gagnavera á Íslandi

Fundarstjóri er Elínrós Líndal, viðskiptastjóri Samtaka gagnavera á Íslandi