Segment

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hjá okkur starfar stór hópur sérfræðinga og saman stefnum við að því að verða í fremstu röð á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Í tilefni af 50 ára afmæli mun Landsvirkjun standa fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land með gagnsærri og faglegri umræðu um málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Landsvirkjun býður til opins fundar miðvikudaginn 4. mars í Gamla Bíó frá klukkan 14 til 17 um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.

Allir velkomnir!

Upptaka af fundinum

Upptaka frá fundi sem haldinn var miðvikudaginn 4. mars í Gamla Bíó um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.

Horfa

Dagskrá:

Hlutverk Landsvirkjunar í loftslagsmálum
Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, hvað er til ráða?
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

Uppgræðsla lands
Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins

Breytum lofti í við – kolefnisbinding með skógrækt
Arnór Snorrason, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá

Landgræðsluskógar og skógrækt við Búrfell
Einar Gunnarsson, Skógræktarfélag Íslands

Skógrækt undir merkjum Kolviðar
Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri

Mýrviður – loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi
Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá

Endurheimt votlendis
Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tækifæri og framtíðarsýn íslenskra fyrirtækja í loftslagsmálum
Bryndís Skúladóttir, Samtök iðnaðarins

Umræður

Fundarstjóri er Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun.