Segment

Stórum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilegt rask þar sem sjónræn áhrif geta orðið umtalsverð. Landsvirkjun býður í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta til opins fundar fimmtudaginn 3. september kl. 13.30-16.30 í sal A á Hilton Reykjavík Nordica þar sem fjallað verður um hvernig skapa má jafnvægi milli landslags, landmótunar og orkunýtingar.

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hjá okkur starfar stór hópur sérfræðinga og saman stefnum við að því að verða í fremstu röð á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Í tilefni af 50 ára afmæli mun Landsvirkjun standa fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land með gagnsærri og faglegri umræðu um málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.

Allir velkomnir!

Segment

Dagskrá:

Áhrif mannsins á landslag
Stefán Pálsson sagnfræðingur.

Vatnsafl og arkitektúr
Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ og prófessor við Listaháskóla Íslands.

Eru virkjanamannvirki afturkræf?
Rut Kristinsdóttir, sviðsstjóri umhverfismats Skipulagsstofnunar, og Ólafur Páll Jónsson heimspekingur.

Sjónræn áhrif við aðlögun framkvæmda að landslagi - hvað þýðir það?
Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, og Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitekt FÍLA, Landmótun.

 

Hönnun á orkuvinnslusvæðum
Gavin Lister, landslagsarkitekt frá Nýja Sjálandi og stofnandi Isthmus, landslagsarkitektastofu.

Pallborð og umræður

Samantekt
Björk Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA, Landsvirkjun, og Hermann Georg Gunnlaugsson, formaður Félags íslenskra landslagsarkitekta.

Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.